Guðrún Anna Jónsdóttir

Sálfræðingur

Sálfræðistofa Guðrúnar Önnu

Margir glíma við andlega erfiðleika einhvern tímann á ævinni, meðal annars þunglyndi, kvíða og neikvæða sjálfsmynd. Guðrún Anna Jónsdóttir sálfræðingur sérhæfir sig í sálfræðimeðferð sem á ensku heitir Acceptance and Commitment Therapy (ACT) og snýst í raun bæði um að öðlast sátt við sig og umhverfi sitt og mynda sér stefnu í lífinu. Þessi meðferð hefur reynst vel við að takast á við þá erfiðleika sem hér hafa verið nefndir. Sálfræðistofa Guðrúnar er staðsett hjá Sálfræðistofunni Höfðabakka að Höfðabakka 9. Velkomið er að hafa samband til að panta tíma eða fá frekari upplýsingar.